Tortillur með rækjum og grænmeti
Fyrir c.a. 4-6 pers forréttur verða c.a. 16 stk sem smáréttur
Innihald:
6 stk tortillur
125 gr rjómaostur með hvítlauk
200 gr rækjur
1 dl blaðlaukur þunnt sneiddur
1 dl gulrót rifinn
1 stk avacado skorinn í litla bita
1 msk saxaður graslaukur
100 gr rifinn mexikóostur
Börkur og safi af ½ lime
Salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð:
Blandið saman rækjum, blaðlauk, gulrótum, avacado, og rifnum mexikóosti.
Rífið börkinn af ½ lime og kreystið safan úr kryddið með salti og pipar. Smyrjið rjómaostinum á tortillukökurnar og setjið rækjufyllinguna á rúllið upp og berið fram með blönduðu salati. Ef bera á tortillurnar fram sem smárétt er gott að skera hverja tortillu í 4-6 bita og stinga í hana tannstögli svo hún haldist vel saman
Höfundur Árni Þór Arnórsson