Lax með appelsínujógúrtsósu
Fyrir 4-6 persónur
800 gr lax
2 msk smjör
Sósa:
100 gr selleryrót
100 gr rauð paprika
100 gr gulrót
4 stk hvítlauksgeirar
50 gr blaðlaukur fínt sneiddur
½ dl ferskt basilikum fínt sneitt
2 dl fiskikraftur (vatn og teningur)
½ dl appelsínusafi
2 dl matreiðslurjómi
3 dl hrein jógúrt
1 msk maisenamjöl
1 stk appelsína safi og börkur
Aðferð:
Skerið selleryrótina, gulrótina og paprikuna í teninga. Hvítlaukinn og blaðlaukinn í sneiðar. Setjið grænmetið í pott og eldið í fiskikraftinum c.a. 10 mín. Bætið í rjómanum, appelsínusafanum og berkinum. Og sjóðið í 5 mínútur lækkið hitann. Hrærið saman jógúrt og maisenamjöl bætið í sósuna ásamt ferski basilikum og látið sjóða við vægan hita í 2-3 mínútur.
Steikið laxinn gullbrúnan í smjöri á pönnu og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar.
Setjið í ofn við 160° í 5-7 mínútur. Berið fram með sósunni og soðnum kartöflum
Höfundur Árni Þór Arnórsson