top of page
_mg_2670.jpg

Sjávarréttapasta

Fyrir 6

 

Innihald:

500 g þurkkað pasta

200 g stífur fiskur eins og keila, langa eða sötuselur

300 g hörpuskel

500 g rækjur

1 stk Paprika

100 gsveppir

100 g laukur

1 tsk hvítlaukur

2 msk söxuð fersk steinselja

2 msk smjör

Salt og nýmulinn svartur pipar

150 g rækjuostur

125 g rjómaostur með hvítlauk

2 dl matreiðslurjómi

 

Aðferð:

Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum og kælið.  Skerið grænmetið, fiskinn og hörpuskelina í grófa bita og steikið í smjörinu. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar Bætið í hvítlauknum og steinselju, hellið matreiðslurjómanum yfir og látið sjóða bætið í léttostinum og rjómaostinum. Hellið pastanum saman við og hrærið vel saman yfir hita

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page