top of page
Lambavöðvi bakaður í sætri sósu
Fyrir 6-8
1 kg úrbeinaðir lambvöðvar má lika vera lambafillet eða lambaprime
2 msk smjör
Salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
Brúnið vöðvana í smjöri á pönnu og kryddið með salti og pipar setjið í eldfastmót hellið sætu sósunni yfir og bakið við 160°C í 40-50 mínútur . Ausið sætu sósunni yfir með nokkura mínútna millibili.
Sæt sósa:
150 g sykur
25 g tómatsósa
50 g dijon sinnep
50 g sætt sinnep
1,5 dl rauðvín
1 dl coke
½ dós sýrður rjómi 18%
Aðferð:
Setjið sykurinn á pönnu og látið brúnast blandið öllu öðru saman og setjið saman við sykurinn þegar hann hefur brúnast. Látið sjóða niður í 5-7 mínútur við vægan hita.
Meðlæti:
Kartöflur og falleg grænmetisblanda
Höfundur Árni Þór Arnórsson
bottom of page