Bakað grænmeti með sólþurrkuðum tómötum, og þrem ostum
Fyrir 4
250 gr kúrbítur
250 gr sveppir
100 gr rauðlaukur
100 gr brokkolí
1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir c.a. 400 gr
2 stk paprika
100 gr saxaðir sólþurrkaðir tómatar
85 gr rifinn gráðostur
300 gr léttostur með blönduðu grænmeti
1 glas Dala feta í ollíu
1 box smátómatar
Skerið grænmetið í bita og steikið á pönnu notið hluta af olíunni af fetaostinum. Bætið í kjúklingabaunum. Setjið í eldfast mót og stráið sólþurrkuðum tómötum yfir. Klípið léttostinn yfir því næst stráið gráðostinum yfir. Að lokum skerið smátómatana í tvo hluta og raðið þeim ofan á. Að lokum setjið fetaostinn á toppinn og bakið við 165° í 20-30 mínútur.
Berið fram með góðu salati og nýbökuðu grófu brauði
Höfundur: Árni Þór Arnórsson