top of page
rettur-1a.jpg

Sveppapasta með beikoni

Fyrir 6

 

500 gr pasta að eigin vali

500 gr sveppir

200 gr beikon

1 msk smjör

85 gr rifinn piparostur

5 dl matreiðslurjómi

Salt og nýmulinn svartur pipar

 

Aðferð:

Sjóðið pastað og kælið. Steikið sveppina og beikonið í smjörinu og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hellið matreiðslurjómanum yfir og bætíð í rifna piparostinum. Sjóðið saman og bætið pastanu saman við. Hrærið vel saman og berið fram með nýbökuðu brauði og rifnum parmesan osti.

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

Join our mailing list

Never miss an update

bottom of page