Mexikó kjúklingasúpa
400 gr kjúklingakjöt
1 msk olía
1 stk laukur
6 stk plómutómatar skornir í bita
100 gr blaðlaukur smátt saxaður
1 rauð paprika smátt söxuð
1 stk grænt chili fínt saxað
2 tsk paprikuduft
3 msk tómatpurre
1½ lítri kjúklingasoð (vatn og teningur)
2 dl salsa sósa
100 gr rjómaostur
Meðlæti í súpuna• Sýrður rjómi• Nachos flögur• rifinn ostur
Aðferð:
Steikið saman í olíu kjúklingakjötið, laukinn, blaðlaukinn, paprikuna, grænt chilli og plómutómatana. Bætið í paprikudufti og tómatpurré, blandið vel saman. Hellið saman við kjúklingasoðið og látið sjóða í 15- 20 mín við vægan hita. Bætið salsasósu í súpuna ásamt klípum af rjómaostinum. Látið sjóða í 3-5 mín við vægan hita. Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, nachos flögum og rifnum osti.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson