Skyrbakaðir lambavöðvar með kókos og karry
Fyrir 6-8
1 kg úrbeinaðir lambvöðvar má lika vera lambafillet eða lambaprime
200 ml ferskjuskyr eða hreint þá 3 msk apríkósusulta
2 dl kókosmjólk
4 msk olía
2 tsk madras karry
2 msk apríkósusulta
4 hvítlauksgeirar
2 tsk saxaður engifer
Salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
Maukið saman ferskjuskyri, kókosmjólk, madras karry, apríkósusultu, hvítlauk og engifer. Setjið í poka ásamt lambavöðvunum og látið liggja í marineringunni í 4-6 tíma. Setjið í fat, gætið að hafa alla marinerninguna með. Bakið við 160°C í 40-50 mín.
Berið fram með grænmetissalati.
Grænmetissalat:
Spergilkál
Rauðlaukur
Kúrbítur
Snjóbaunir
Paprika
Graslaukur
Graskersfræ
Kasjúhnetur
2 msk soyjasósa
Aðferð:
Ristið Graskerfræin og kasjúhneturnar á pönnu hellið á pönnuna 2 msk af soyjasósu og hrærið vel saman. Forsjóðið grænmeti létt og kælið blandið saman og bætið í ristuðum graskersfræjum og kasjúhnetum.
Árni Þór Arnórsson