top of page
Lamb02_-Austurlenskt_lamb.jpg

Austurlenskt Lamb með bökuðum gullosti og salthnetum

Fyrir 6 pers

Innihald:

1200 gr lambafillet fituhreinsað

Marinering:

1 msk matarolía

2 stk hvítlauksgeirar fínt saxaðir

50 gr laukur fínt saxaður

1 dl rauðvín

1,5 dl sæt chilli sósa

 ½ dl  worcester sósa

2 msk púðursykur

Salt og pipar

1 tsk villijurtablanda frá pottagöldrum

 

Aðferð:

Blandið öllu saman. Takið af 2 tsk til að nota í sósuna.

Leggið lambið í marineringu c.a. 3 tíma

Hreinsið marineringuna af og brúnið á pönnu og steikið við 175° í 5 – 7 mín fer eftir þykkt bitana

 

Engiferkrydduð  lambasósa

Innihald:

6 dl lambakjötssoð (eða vatn og teningar)

2 dl rauðvín

2 tsk smátt saxaður engifer

2 msk af marineringu

Sósujafnari

 

Aðferð:

Látið suðuna koma upp á lamakjötssoðinu ásamt engifer og rauðvíni látið sjóða í 12 - 15 mín bætið í 2 msk af marineringunni bragðbætið með kjötkrafti og þykkið

 

Bakaður gullostur með sætu mangó og salthnetum

Innihald:

2 stk gullostur

6 msk sweet mangó chutney

100 gr salthnetur

 

Aðferð:

Skerið gullostinn í 6 bita hvorn raðið í form og stráið yfir salthnetum smyrjið sweet mangó chutney yfir og bakið með lambinu

 

Baunaspíru, spínat og grænbaunasalat

Innihald:

150 gr baunaspírur

150 gr spínat

200 gr sykurbaunir

100 gr vorlaukur skorinn í sneiðar

2 msk olía

1 tsk salt

1 tsk sykur

 

Aðferð:

Skerið sykurbauninar í bita, saxið vorlaukinn og hreinsið spínatið. Setjið olíu á pönnuna og steikið saman baunir og vorlauk í 1 mínútu bætið í baunaspírum, spínati og loks salti og sykri veltið vel saman og berið fram heitt.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson 

Fyrir Vínbúðina

bottom of page