Ostaköku Brownie
Brownie
85 gr smjör
115 gr dökkt súkkulaði
130 gr sykur
3 egg
70 gr hveiti
1 msk kakó
1/4 tsk salt
100 gr appelsínusúkkulaði
1 tsk vanilla
Rjómaostablanda
300 gr rjómaostur
2 egg
120 gr flórsykur
1 tsk vanilla
Aðferð:
Hrærið saman rjómaostablönduna. Og geymið á kæli.
Bræðið saman smjör og dökkt súkkulaði við vægan hita. Þegar það er bráðið takið af hitanum og blandið saman við sykur og svo eggjum. Þeytið vel saman við þar næst er blandað saman við hveiti,kakó og salt og að lokum er blandað saman við söxuðu appelsínusúkkulaði og vanillu. Setjið smjörpappír í botninn á formi c.a. 25x30 cm og hellið súkkulaðifyllingunni í bætið við rjómaostafyllingunni og blandið saman. Bakið við 175°C í 30-35 mínútur.
Einnig hægt að baka í litlum formum og hafa sem konfekt bakið þá við 175°C í 8-10 mínútur
Höfundur: Árni Þór Arnórsson