top of page
kjotbollur.jpg

Kjötbollur með dalabrie, chilli og lime

Gerir c.a. 35-45 bollur eftir stærð

 

Innihald:

800 gr svínahakk

1 stk lime

1 stk rauður chilli

200 gr dalabrie

1 stk egg

½ dl brauðraspur

Salt og nýmalaður svartur pipar

 

Aðferð:

Skerið chilli í helming eftir endilöngu og hreinsið fræin úr. Saxið fínt niður. Rífið börkinn af limeinu og gætið að ríma ekkert af hvíta berkinum með. Blandið saman hakki, limeberki og limesafanum, söxuðum chilli, eggi og brauðraspi. Kryddið með salti og pipar og cayannapipar.

Skerið ostinn í litla teninga. Lagið bollur úr hakkblöndunni og setjið inní einn bita af dalabrie.

Steikið bollurnar við 165°C í 14-16 mín eftir stærð.

Berið fram sem smárétt ásamt sýrðum rjóma með graslauk og lauk.

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page