top of page
graenmetispizza.jpg

Grænmetispizza með mexikóosti

 

Pizzadeig

6 dl spelt mjöl

3 dl hveiti

1 tsk sykur

4 msk olía

4 tsk þurrger

3 dl volgt vatn

1 tsk salt

 

Aðferð:

Hnoðið deigið og látið hefast.

Rúllið út deigið ( Dugar í 2 botna )

 

Pizzafylling:

300 gr léttostur með blönduðu grænmeti

1 meðalstór rauðlaukur skorinn gróft

1 askja smátómatar skornir í ½

20 stk svartar ólífur saxaðar

6-8 stk sveppir í sneiðum

½ kúrbítur í þunnum sneiðum

Salt og nýmalaður svartur pipar

200 gr rifinn mexikóostur

 

Aðferð:

Mýkið 200 gr af léttostinum í örbylgju og smyrjið á pizzabotninn. Raðið grænmetinu á léttostinn og klípið restina af léttostinum yfir stráið loks mexikóostinum yfir. Bakið við 225°í 8-10 mín. Skreytið gjarnan með basillaufum og klettasalati.

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page