top of page

Steiktar lambakótilettur  með rjómasoðnum sveppum

Fyrir 4
 

Innihald:

1,2-1,5kg Lambakótilettur

½ dl olía af fetaosti

Salt og nýmalaður svartur pipar

1 tsk ferskt rosmaryn,

1 tsk saxaður hvítlaukur

 

Aðferð

Steikið lambakótiletturnar í olíunni af fetaostinum kryddið með salti og pipar. Raðið í eldfastmót og stráið yfir rósmaryn og hvítlauk bakið við 170°C í 12- 15  mín.

 

Rjómasoðnir sveppir

Fyrir 4

 

Innihald:

750 g sveppir

100 g smjör

5 dl rjómi

100 g villisveppa ostur

125 g Rjómaostur með svörtum pipar

Salt og nýmalaður svartur pipar

 

Aðferð:

Steikið sveppina í smjörinu og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar

Hellið yfir rjóma og látið sjóða. Bætið í villisveppaostinum og rjómaostinum. Látið bráðna saman við.

Berið fram með steiktum kartöflubátum og broccolli

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

Fyrir Kjarnafæði

bottom of page