top of page
Sætkartöflukonfekt
c.a. 60-70 stk
Innihald
500 gr sætkartöflumauk
200 gr lint smjör
200 gr flórsykur
50 gr kókosmjöl
50 gr möndluspænir (Ristaður)
50 gr special k kornflakes
1 tsk kanill
Hjúpsúkkulaði
Kókosmjöl
Special k kornflakes
Aðferð:
Bakið sætarkartöflur vel í ofni. Skerið í 2 hluta og kælið örlítið skafið maukið úr kartöflunum. Blandið smjörinu saman við gætið þó að því að kartöflumaukið sé ekki heitt. Blandið í flórsykri, ristuðum möndlum, kókosmjöli og special k saman við hrærið vel saman og kælið. Lagið kúlur og setjið á smjörpappír og frystið. Hjúpið loks kúlurnar með súkkulaði og veltið upp úr kornfleksi og kókosmjöli. Geymið í frysti.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
bottom of page