top of page


Piparostasveppasósa
200 gr sveppir
2 msk smjör
Salt og nýmaluður svartur pipar
500 ml rjómi
Koníak ( má sleppa)
1 box rifinn piparostur
Kjötkraftur
Aðferð:
Skerið sveppina í báta og brúnið í smjörinu, kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar bætið í koníaki ( má sleppa ) og þar á eftir rjómanum. Bætið loks í rifnum piparosti og bragðbætið með kjötkrafti. Sjóðið við vægan hita þar til þykknar vel.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
bottom of page