top of page

Ítalskur Lambapottur

 

800-1000 g lambagúllash

2 msk smjör

Salt og nýmalaður svartur pipar

10-15 ferskir tómatar

3 grænar paprikur (meðalstórar)

3 dl súpujurtir

3-4 hvítlauksgeirar saxaðir

1-2 rauðir chilli skornir í sneiðar (ath ef fólk vill sterkara má setja fræin með)

5 dl lambasoð eða vatn og kraftur

200 g rófur

200 g kartöflur

200 g gulrætur

100 g sellery

2 msk saxað rosmaryn

 

Aðferð:

Brúnið lambakjötið í smjörinu og kryddið með salti og pipar, bætið í tómötum, papriku, súpujurtum og lambasoði ásamt hvítlauk og chiili. Sjóðið í 20 mínútur við vægan hita. Skerið rófur, gulrætur, sellery og kartöflur í smáa teninga og bætið í sjóðið þar til grænmetið er orðið mjúkt. Þykkið með sósujafnara ef með þarf. Bætið síðast í söxuðu rósmaryn. Berið fram með góðu grófu brauði.

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

Fyrir Kjarnafæði

bottom of page