top of page
Graskerssúpa
fyrir 6-8 pers
1 kg grasker hreinsað og skorið í litla bita
100g blaðlaukur
150g laukur
150g gulrætur
10g ferskur hvítlaukur
10g ferskur engifer
1 tsk chilliduft
1 tsk engiferduft
1 tsk kúmenduft
1 tsk anisfræ
2 tsk garam masala
2 msk olífuolía
1250 ml vatn
500 ml kókosmjólk
Kjúklinga og grænmetiskraftur
Aðferð:
Skerið allt grænmetið í bita. Brúnið laukin örlítið í ólífuolíu bætið í þurrkryddum. Setjið restina af grænmetinu saman við ásamt vatni og kókosmjólk.
Látið sjóða í 25-30 mínútur við vægan hita. Maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Bætið loks í kjúklinga og grænmetiskrafti í eftir smekk.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
bottom of page