top of page
Orange and Coconut

Kjúklingasúpa með kókosmjólk

8-10

 

Innihald:

400 g eldaður kjúklingur

2 msk olífuolía

1 stk rauður chilli

1 tsk saxaður hvítlaukur

150 g laukur

100 g blaðlaukur

100 g græn paprika

2 tsk karry

1200 ml kjúklingasoð (vatn og teningur)

3 msk tómatpúrre

1 dós saxaðir tómatar

2 dósir kókosmjólk

 

Aðferð:

Setjið olíu í pott og bætið í chilli, lauk, blaðlauk, paprika, karry og hvítlauk látið malla í 1 mínútu. Bætið í tómatpurré og kjúklingasoði látið sjóða í 10 mínútur. Maukið með töfrasprota eða í blandara setið aftur í pottinn og bætið í söxuðum tómötum og kókosmjólk látið sjóða í 15 míunútur bætið loks í elduðum kjúkling og látið sjóða í 5 mínútur til viðbótar. Berið súpuna framm með góðu brauði.

Árni Þór Arnórsson

www.isfugl.is

bottom of page