top of page

Pítupizza með rifnum gráðosti, tómötum og fetaosti
Innihald:
4 pítubrauð
85 gr rifinn gráðostur
1 stk rauðlaukur saxaður fínt
2-3 stk tómatar skornir í sneiðar
1 dl sólþurrkaðir tómatar saxaðir
1 glas Dalafeta með með tómötum og ólífum
100 gr rifinn pizzaostur
Aðferð Skerið pítubrauðinn í tvennt langsum stráið helming af gráðostinum á helmingana.
Raðið tómatsneiðum á pítubrauðið og stráið söxuðum lauknum og sólþurrkuðum tómötum yfir. Því næst setjið restina af gráðostinum yfir ásamt pizzaostinum. Að lokum raðið Dalafeta teningum á toppinn.
Bakið við 220° í c.a. 10 mín eða þar til osturinn er vel bráðinn.
Berið fram með fersku salati
Höfundur Árni Þór Arnórsson
bottom of page