Grænmetis Gráðostabaka
Fyrir 4-6 pers
Bökubotn:
100gr kalt smjör í bitum
3 dl spelt hveiti
½ tsk oregano
11/2 matsk vatn
Aðferð:
Öllu hnoðað saman og látið standa í ískápnum í c.a. 1 tíma
Fylling:
500 gr blandað grænmeti t.d. púrrulaukur sæt kartafla, brokkolí, sveppir, laukur
20 -30 smátómatar
100 gr rifinn gratínostur
150 gr rifinn gráðostur
2 dl sósurjómi
3 stk egg
2 tsk oregano
Salt og nýmalaður svartur pipar
Aðferð:
Fletjið deigið út og setjið í bökunarform, þrýstið vel út í kantana. Stingið gafli í deigið hér og þar. Smyrið örk af álpappír og setjið ofaná bakið við 190°C í 12-15 mín.
Fjarlægið álpappírinn eftir bökun
Lagið fyllinguna.
Skerið grænmetið í bita og steikið örlítið á pönnu kryddið með salti og pipar. Setjið grænmetið í bökuformið. Hrærið saman Eggjum, sósurjóma, oregano, gratínosti, og rifnum gráðosti. Hellið yfir grænmetið. Skerið tómatana til helminga og raðið á toppinn.
Bakið við 180°C í 35-40 mínútur.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson