top of page

Ostakaka með hvítu súkkulaði

 

Botn:

150 gr hafrakex

40 gr kókosmjöl

2 msk púðursykur

70 gr smjör

 

Aðferð:

Myljið kexið og blandið með kókosmjöli og púðursykri. Bræðið smjörið og blandið saman. Setjið í botninn á 24 cm smelluformi. Gott er að setja smjörpappír undir. Kælið

 

Fyllingin:

400 gr hreinn rjómaostur

175 gr flórsykur

1 tsk vanilludropar

350 gr hvítt súkkulaði (brætt)

2 egg

1 eggjarauða

 

Aðferð:

Hrærið saman rjómaost, flórsykur, vanilludropa, blandið varlega í bræddu súkkulaðinu og loks eggjum og rauðu í tveim skömmtun blandið vel á milli.

Hellið fyllingunni í formið og bakið við 175° í c.a. 50-60 mín.

Kælið kökuna áður en formið er losað gott er að baka kökuna daginn áður

 

Skreytið með ferskum berjum og hvítu súkkulaði  og berið fram vanillu eða berjaskyri

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page