top of page
bakadur_silungur.jpg

Bakaður silungur með fetaosti og graslauk með léttri jógúrt sósu

Fyrir 4

 

Innihald:

800 g silungsflök

100 g fetaostur

100 g Vorlaukur fínt skorinn

2 msk graslaukur saxaður ekki mjög fínt

100 g haricot baunir fínt skornar

Salt og nýmalður svartur pipar

 

Aðferð:

Smyrjið eldfastform með smjöri, raðið silungsflökunum í formið og kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. stráið yfir vorlauk, strengjabaunum og graslauk. Setjið að lokum yfir fetaostinn. Bakið við 180°C í 10-15 mínútur fer allt eftir stærð silungsins. Einnig er hægt að nota lax í þennan rétt. Berið fram með sýrðum rjóma með  graslauk og lauk, fersku salati og nýjum soðnum kartöflum.

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page