top of page

Grillað tofu og paprika með öðruvísi kartöflusalati

Fyrir 4-6

 

600-800 gr tofu skorið í ræmur

3 stk paprika 3 litir skornar í 6 ræmur hver

1 tsk hvítlaukur

½ dl olía

Salt og nýmalaður svartur pipar

 

Aðferð:

Marinerið tofu og papriku í olíunni og hvítlauknum í c.a. 20 mín grillið á vel heitu grilli. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Berið fram með öðrusvísi kartöflusalati. Og fersku salati

 

Öðruvísi kartöflusalat:

 

Innihald:

600 kartöflur

100 gr radísur

1 dl sellery

3 dl jógúrt hrein

1 msk söxuð minta

1 tsk saxaður hvítlaukur

Salt og nýmaður svartur pipar

 

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar, skrælið og kælið. Skerið radísurnar, selleryið og kartöflurnar í bita og setjið í skál. Blandið í jógúrti, mintu og hvítlauk  kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hrærið vel saman. Látið standa í minnst 1 tíma í kæli.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page