Grillað blandað grænmetissalat með mozzarella, og basillaufum
Fyrir 4-6
½ stk meðalstór Kúrbítur
5 stk heill aspargus
1 stk Rauð paprika
1 stk Gul paprika
2 stk Rauðlaukur
10 stk Sveppir
Olía til pennslunar
2 msk saxað ferskt basilikum
1dl Ólífuolía
1 lengja mozzarellaostur eða 4 stórar kúlur c.a. 500 gr
Salt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð:
Skerið grænmetið í bita mega ekki vera of litlir svo þeir detti ekki á milli grillteinanna. Penslið grænmetið með olíu og grillið þar til það er fulleldað. Látið grænmetið kólna örlítið. Blandið saman við grænmetið smátt söxuðum basillaufum. Skerið mozzarellaostinn í teninga og blandið saman við olífuolíuunni. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar.
Salatið er gott sem meðlæti með grilluðum fiski og kjöti einning má nota það til að gera matarmikið salat. Þá er gott að blanda því saman við salat t.d. iceberg, spínat og klettasalat
ATH einning er hægt að nota hvaða grænmeti sem er sem er gott til grillunar.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson