top of page

Risa súkkulaðiterta Argentínu Steikhús

Fyrir 6

Hráefni

12 eggjarauður

500 gr sykur

500 gr hveiti

500 gr smjörlíki

400 gr súkkulaði

2 dl mjólk

2 tsk lyftiduft

12 eggjahvítur

 

Krem

600 gr smjör

250gr flórsykur

200 gr bráðið súkkulaði

vanilla

Linið smjörið og hrærið í hrærivél með flórsykrinum, hellið bræddu súkkulaðinu í og nokkrum dropum af vanillu.

 

Meðlætið

Ganache súkkulaði hjúpur

400 gr suðusúkkulaði

2dl rjómi

 

Aðferð

Best er að laga þessa uppskrift í tvennu lagi því fæstir koma 4 formum í einu í ofninn hjá sér í einu. Þeytið saman eggjarauður og sykur uns ljóst og létt. Bræðið saman smjörlíki og súkkulaði ásamt mjólkinni og bætið í. Sigtið hveitið og lyftiduftið út í. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið varlega í með sleif. Skiptið blöndunni í 4 stk smurð 26 cm springform og bakið á blæstri í 25 mínútur við 180°c. Látið botnana kólna á grind. Smyrjið botnana vandlega með apríkósusultu þynntri með appelsínusafa. Setjið botnana saman með smjörkreminu á milli. Smyrjið kreminu á hliðarnar. Hellið yfir súkkulaðihjúp sem er lagaður þannig að súkkulaði er brætt í rjóma. Kælt án þess að stífni og hellt yfir tertuna. Smurt með spaða þannig að kremið hjúpi alla tertuna. Skreytt með jarðaberjum sem dýft er í súkkulaði.

Höfundur:

Veislubók Hagkaups 

Matreiðslumeistarar Argentínu 1997

bottom of page