top of page


Frönsk Ostabaka í nestiskörfuna
Mjúkt smjör til pennslunar
1 pk frosið smjördeig
400 gr gratínostur
1 stk gullostur
2 ½ dl matreiðslurjómi
4 egg
½ tsk múskat
150 gr léttsteikt bacon
Salt og nýmulinn svartur pipar
Hitið ofninn í 170°. Fletjið út deigið og setjið í smurt smelluform c.a. 24 cm
Látið deigið ná upp að kantinum á forminu. Pikkið deigið örlítið með gaffli. Léttsteikið baconið og dreifðu því í formið. Stráið 200 gr af ostinum þar yfir og raðið bitum af gullosti í formið. Hrærið saman matreiðslurjóma, egg og múskat. Kryddið með salti og nýmuldum svörtum pipar. Hellið yfir ostinn og baconið og að lokum setjið 200 gr af gratínosti yfir. Bakið við 175° í 35-40 mín. Berið fram með góðu salati.
Höfundur: Árni Þór Arnórsson
bottom of page