top of page
Margherita Pizza

Innbakaður mozzarella með tómatsalsa

 

Deig:

2 ½  dl súrmjólk

2 msk agavesíróp eða hunang

1 tsk hjartasalt

5-6 dl hveiti

 

Aðferð:

Blandið öllu saman og hnoðið vel saman. Kælið í 20-30 mínútur. Rúllið út deigið og skerið út hringi.

 

Tómatsalsa:

1 dl fínt saxaður Rauðlaukur

1 dl saxaðir Sólþurrkaðir tómatar

2 dl saxaðir tómatar (kjarnhreinsaðir)

Salt og nýmulinn svartur pipar

1 poki 200 gr rifinn mozzarella

 

Aðferð: Blandið öllu saman og setjið á miðju deigsins pakkið inn og bakið við 200°C í 5-7 mínútur. Berið fram heitt. Hægt er að gera hálmánana fyrirfram og geyma í kæli þá gæti þurft að bæta við 1-2 mínútum við bökunartímann.

Endilega prófið aðrar fyllingar eins og

Mozzarella og hráskinku

Mozzarella og pepperoni

Mozzarella og ólífur

Blandaða ostaafganga

Rækjur og fetaost

 

Höfundur Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page