Innbakaður mozzarella með tómatsalsa
Deig:
2 ½ dl súrmjólk
2 msk agavesíróp eða hunang
1 tsk hjartasalt
5-6 dl hveiti
Aðferð:
Blandið öllu saman og hnoðið vel saman. Kælið í 20-30 mínútur. Rúllið út deigið og skerið út hringi.
Tómatsalsa:
1 dl fínt saxaður Rauðlaukur
1 dl saxaðir Sólþurrkaðir tómatar
2 dl saxaðir tómatar (kjarnhreinsaðir)
Salt og nýmulinn svartur pipar
1 poki 200 gr rifinn mozzarella
Aðferð: Blandið öllu saman og setjið á miðju deigsins pakkið inn og bakið við 200°C í 5-7 mínútur. Berið fram heitt. Hægt er að gera hálmánana fyrirfram og geyma í kæli þá gæti þurft að bæta við 1-2 mínútum við bökunartímann.
Endilega prófið aðrar fyllingar eins og
Mozzarella og hráskinku
Mozzarella og pepperoni
Mozzarella og ólífur
Blandaða ostaafganga
Rækjur og fetaost
Höfundur Árni Þór Arnórsson