top of page
clip_image002.jpg

Sjávarréttasúpa víkverjans

Fyrir 4-6 persónur

 

Innihald:

400 gr steinbítur að annar fiskur

200 gr kartöflur

100 gr gulrætur

100 gr sellerirót

100 gr laukur

2 tsk saxaður hvítlaukur

50 gr fennel smátt saxaður

2 msk smjör

2 msk tómatpurre

1 lítri fiskisoð ( vatn og teningur )

5 dl matreiðslurjómi

Salt og nýmulinn svartur pipar

Fiskikraftur til að bragðbæta

 

Aðferð:

Skrælið kartöflur, gulrætur, selleryrót og lauk. Skerið í bita setjið í pott ásamt hvítlauk, fennel, smjöri, tómatpurré, fiskisoði og rjóma. Sjóðið við vægan hita í c.a. 20 mín bragðbætið með salti og nýmuldum svörtum pipar og fiskikrafti. Þykkið með maisena ef með þarf. Setjið fiskibita í súpuna rétt áður en hún er borinn fram og látið standa í 5 mín berið fram með nýbökuðu brauði.

 

Höfundur: Árni Þór Arnórsson

www.gottimatinn.is

bottom of page